Hvar á ég að leggja bílnum mínum?

Ég bý í Seljahverfinu og það eru bílastæðavandamál við götuna þar sem ég bý. 

Nánast á hverju kvöldi eru 20-30 bílum lagt ólöglega.  Í nútíma fjölskyldu eru tveir til þrír og jafnvel fjórir bílar, en hverfið hjá mér er þannig hannað að aðeins er gert ráð fyrir einum bíl á hverja íbúð eða í mesta lagi tveimur bílum á hverjar þrjár íbúðir, sem sagt 1 ½  bíll á íbúð.  Þar sem við hjónin vinnum á þrælkunarstöð Reykjavíkur (spítalanum) þá lendum við í því stundum að vera að koma heim um miðja nótt, eftir útköll, kvöldvaktir og þ.h. Þá er bara ekki hægt að fá bílastæði nema milli tveggja jeppa á grasflötinni eða uppá eyjunni á bílastæðinu, það er ekki einu sinni svo gott að neyðaraðkoma sjúkrabíla sé greið því þar hafa tveimur ef ekki þremur bílum verið lagt.  Ok, legg á eyjunni núna, það eru bara tveir bílar þar. Færi svo bílinn bara um hádegið á morgun.  Það var sofið ágætlega í nótt og í hádeginu þegar átti að færa bílinn,  þá er fullt af lausum stæðum, þá bíður þar glaðningur.  Sekt upp á 2500 krónur takk fyrir.  Halló, hvar er stöðumælirinn sem ég átti að borga í?  Hvað með hina bílana sem voru hérna í nótt? Hvar átti ég að leggja bílnum ?  Kannski er farið að ætlast til þess að ég fari að leggja bílunum í Mjóddinni, þar er nóg af stæðum, og fá svo hressan göngutúr heim klukkan 3 að nóttu. Jaaa, nei takk.  Hvar var stöðumælavörðurinn þegar ég kom heim sl. nótt, hann hefði sko grætt heilmikið, sennilega geta fengið launahækkun því það var svo mikið af bílum sem voru lagðir ólöglega.  Og hvaðan í andsk... kom þessi sekt eiginlega ?  Er einhver nágranni minn “fúll á móti” sem hringir klukkan 8 á morgnanna, um leið og allir hinir sem voru lagðir ólöglega,  í bílastæðasjóð og tilkynnir að einum bíl (bílnum mínum) sé “ennþá”  ólöglega lagt.  Ég hélt að það væri jafn mikið ólöglegt hvort sem það er klukkan 3 að nóttu eða 8 að morgni.  Ég fékk eiginlega sjokk, þetta er greinilega einhver nýr nágranni því ég hef búið hér í átta ár og ég skil vel, og hef vel skilið fólk sem leggur ólöglega hér og hélt að flestir hefðu skilning á vandamálinu.   Ætli Villi viti af þessu ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband