Færsluflokkur: Bloggar

Hvernig verða framtíðarbörnin ?

Eftir að hafa lesið nýju barnalögin sem vinstri grænir smeygðu í gegn þá veit ég bara ekki alveg hvað ég á að segja..   Ég held einfaldlega að flest allir foreldrar séu að sjá fram á 6mánaða til árs vist í fangelsi.

Ég veit ekki með ykkur kæru lesendur, börnin ykkar eru kannski fædd svo sjálfstæð og sjálfbjarga að það þarf ekki að segja þeim til eða tala þau til.  Ég á 4 börn og eru þau eins misjöfn eins og þau eru mörg.  Og ég hef lent í því að eitt barnið mitt lagðist á gólfið í miðri Hagkaups verslun, barði í gólfið, öskraði og gargaði hvað ég væri hræðilega vond mamma... ástæðan... ég vildi ekki kaupa turtles leikfanga karl fyrir hann. Fólk sem gekk framhjá sagði við hann " ef ég ætti þig myndi ég flengja þig". Ég tók drenginn upp, sparkandi og spriklandi þannig að ég marðist á handleggnum og vörin mín sprakk, gekk út úr búðinni fór með hann út í bíl og lét eldri systur hans vera út í bíl með honum svo ég gæti klárað innkaupin.   Þetta var refsing, fyrir það að láta svona þá fékk hann ekki að vera með mér í búðinni. Núna er sem sagt hægt að setja mig í árs fangelsi fyrir að gera svona.  En ég skal segja ykkur það að drengurinn hefur ekki hagað sér svona eftir þetta atvik.

 Nú er ég geislafræðingur og það koma mjög oft börn til okkar í myndatöku, flest er hægt að tala við og taka mynd með góðu móti en það kemur fyrir að beita þarf aðeins harðræði, þegar krakkar öskra út í eitt því þau vilja ekki láta taka mynd af sér og alveg sama hvað maður, eða mamman reynir að tala við barnið, það grætur bara hærra.  Við svoleiðis aðstæðum þarf að halda börnum til að geta tekið mynd  en núna er ég á báðum áttum... á ég sem sagt næst að segja við foreldrið " þú verður að fara með barnið niður á slysó aftur, róa barnið og tala við það og koma svo upp aftur þegar það er tilbúið að koma í myndatöku"... samkvæmt nýju lögunum þá á ég að gera það, ok, ég geri það þá því ekki vil ég eiga yfir höfði mér fangelsi því ég var hálfpartinn að beita barnið ofbeldi með því að halda því gegn vilja þess.      Svo veit ég að á slysó leita margir foreldrar með börnin sín þegar þau fá gat á höfuðið.  Sum börn trompast um leið og þeim er sagt að það þurfi að láta sárið sofna (deyfa)  og til þess þarf að stinga smá.... úppssss !  Barnið orðið tryllt.   Neiiiiii, ekki stinga mig, ekki sprauta mig... HJ'ALP, ekki meiða mig... öskur sem heyrast næstum því á næstu hæð. það þarf aðstoð hér !  Þá rjúka til 2 til 3 hjúkkur og halda barninu á meðan það er deyft og jafnvel á meðan saumað er...   en nei, nú má það ekki.  Svo ef eitt af litlu börnunum mínum fær gat á höfuðið og er hrætt við lækna og nálar og sprautur þá á ég bara að vera heima hugga það og kyssa á báttið og leyfa því að gróa. Skiptir ekki máli með eitt ljótt ör, eða hvað.  Barnið gæti verið lagt í einelti vegna þess seinna meir og hvað þá.!!!   mamma í fangelsi því barnið er lagt í einelti því það er með ljótt ör sem mamma lét ekki laga því þá hefði hún geta farið í fangelsi.   Þessi lög þurfa að vera skýr, þau eru allt of "víð".  

Dóttir mín er í handbolta og ef hún kemur svo mikið sem 2 mínútum of seint þá þarf hún að gera 20 armbeygjur, vegna þess að hún kom of seint... þetta er refsing, á ég að kæra þjálfara hennar ? 

Í fimleikum heyri ég alloft þjálfarann segja ef þið gerið þetta ekki rétt þá þurfið þið að taka 10 armbeygjur ( 7-8 ára). Á ég líka að kæra þann þjálfara ?

Syni mínum er strítt vegna þess að hann veit svo mikið, er það mér að kenna að hinir krakkarnir eru svona fáfróðir ? Á mér að vera refsað fyrir það ?

 Enn svo er það annað... 

Einn af kennurum barna minna segir hreint og beint við barnið mitt að það skrifi og teikni ljótt, þetta hef ég rætt um en það er hunsað... kennarinn gerir ekki svona og kennarinn svo spurður. Auðvitað viðurkennir kennarinn það ekki.  Nei, barnið er bara að bulla -og ég orðin móðursjúk !  En ég hef kennt barninu mínu það vel að það veit að það á ekki að ljúga um svona hluti.

Svo var eitt skipti sem dóttir mín fékk slæmt ristilkrampakast og bað um að fá að fara til hjúkku og leggjast fyrir á meðan kastið stæði yfir. Kennarinn sagði að hún þyrfti að spyrja annan kennara sem var með hópinn hennar, sem hún gerði.  Þar sem stelpunni leið svo illa þá var hún ekki alveg að leggja eyrun við hlustir en heyrði að kennarinn svaraði einhverju svo hún fór beint til hjúkkunnar til að leggja sig. 2 mín.seinna kemur kennarinn reiður og skipar henni að fara til skólastjórans. Hún skilur ekkert í þessu og vill fá skýringu á því hvað hún hafði gert rangt. Kennarinn sagði þá... ég var ekki búin að gefa þér leyfi til að fara. Stelpan fer til skólastjórans og þar sem hún fær annað kast þarf hún að leggjast niður og leggst aðeins til hliðar svo hún fer á næsta stól við hliðina á þeim sem hún situr á og heldur um kviðinn.  Skólastjórinn kemur þá að henni, sparkar í fæturnar á henni og segir að inni hjá skólastjóranum sitji maður uppréttur og er ekki með neina stæla. Stelpan sagði hvers kyns væri en skólastjórinn sagði að hún væri kominn á þann aldur að það væri orðið freistandi að sleppa tímum og hún kæmist ekki upp með það.  - Samt var ég búin að ræða við kennara hennar um þetta ástand sem gæti komið upp og var búin að biðja hann um að taka tillit til þess.  

 

Hvar er heilbrigða skynsemin ?


2009

 

GLEÐILEGT ÁR

 GLEÐILEGT ÁR ..  

Vona að allir hafi það betra á nýju ári ;)

 


Hvar á ég að leggja bílnum mínum?

Ég bý í Seljahverfinu og það eru bílastæðavandamál við götuna þar sem ég bý. 

Nánast á hverju kvöldi eru 20-30 bílum lagt ólöglega.  Í nútíma fjölskyldu eru tveir til þrír og jafnvel fjórir bílar, en hverfið hjá mér er þannig hannað að aðeins er gert ráð fyrir einum bíl á hverja íbúð eða í mesta lagi tveimur bílum á hverjar þrjár íbúðir, sem sagt 1 ½  bíll á íbúð.  Þar sem við hjónin vinnum á þrælkunarstöð Reykjavíkur (spítalanum) þá lendum við í því stundum að vera að koma heim um miðja nótt, eftir útköll, kvöldvaktir og þ.h. Þá er bara ekki hægt að fá bílastæði nema milli tveggja jeppa á grasflötinni eða uppá eyjunni á bílastæðinu, það er ekki einu sinni svo gott að neyðaraðkoma sjúkrabíla sé greið því þar hafa tveimur ef ekki þremur bílum verið lagt.  Ok, legg á eyjunni núna, það eru bara tveir bílar þar. Færi svo bílinn bara um hádegið á morgun.  Það var sofið ágætlega í nótt og í hádeginu þegar átti að færa bílinn,  þá er fullt af lausum stæðum, þá bíður þar glaðningur.  Sekt upp á 2500 krónur takk fyrir.  Halló, hvar er stöðumælirinn sem ég átti að borga í?  Hvað með hina bílana sem voru hérna í nótt? Hvar átti ég að leggja bílnum ?  Kannski er farið að ætlast til þess að ég fari að leggja bílunum í Mjóddinni, þar er nóg af stæðum, og fá svo hressan göngutúr heim klukkan 3 að nóttu. Jaaa, nei takk.  Hvar var stöðumælavörðurinn þegar ég kom heim sl. nótt, hann hefði sko grætt heilmikið, sennilega geta fengið launahækkun því það var svo mikið af bílum sem voru lagðir ólöglega.  Og hvaðan í andsk... kom þessi sekt eiginlega ?  Er einhver nágranni minn “fúll á móti” sem hringir klukkan 8 á morgnanna, um leið og allir hinir sem voru lagðir ólöglega,  í bílastæðasjóð og tilkynnir að einum bíl (bílnum mínum) sé “ennþá”  ólöglega lagt.  Ég hélt að það væri jafn mikið ólöglegt hvort sem það er klukkan 3 að nóttu eða 8 að morgni.  Ég fékk eiginlega sjokk, þetta er greinilega einhver nýr nágranni því ég hef búið hér í átta ár og ég skil vel, og hef vel skilið fólk sem leggur ólöglega hér og hélt að flestir hefðu skilning á vandamálinu.   Ætli Villi viti af þessu ?


Hmm, lítur ekki vel út.

Hmm, heyrði í fréttum talað við Helgu Kristínu sviðstjóra á Landspítala.  Ég er ekki svo viss um að þeir fáu hjúkrunar- og geislafræðingar sem eftir eru geti sinnt neyðaráætluninni í langan tíma, sérstaklega í ljósi þess að fólk slasar sig líka yfir blánóttina. Ég hef nefnilega heimildir um það að hræðilega fáir geislafræðingar verða við störf eftir 1.maí og ég er hrædd um að staðan hjá hjúkrunarfræðingunum sé sú sama.  Þannig að ég vil bara segja við stjórnendur spítalans - GANGI YKKUR VEL- að halda uppi sólahrings-neyðarvakt.

Foreldrar, passið svo börnin ykkar á trampólínunum.

 

 


Hvað með geislafræðinga ?

Ég vil bara vekja athygli á því að geislafræðingar hafa líka sagt upp störfum. En þeir halda uppi allri myndgreiningarþjónustu spítalans fyrir utan ómun. Fólkið sem vinnur innan þessara þriggja  starfsgreina er það fólk sem skiptir mjög miklu máli þegar alvarleg slys bera að höndum. Það er ekki eins og einhver orðaði hér í bloggheimi að þetta fólk væri að snúa baki við sjúklingum og það að sjúklingar gætu ekki treyst þessu fólki.  Málið er að það er búið að "traðka" svo mikið á þessu fólki í sambandi við laun og kjör að ég er ekki viss um að Guðlaugur Þór væri sáttur við launin sem þetta fólk fær fyrir þá vinnu sem þau inna af hendi.   Það er tími til kominn að við lærum að meta starf þessa fólks sem er í því að þjónusta okkur og bjarga lífi okkar þegar við slösumst alvarlega og þau skeyta engu um hvort það sé Jón í næsta húsi, róninn á götunni eða Ólafur Ragnar Grímsson. Þau bara vinna sína vinnu og gera það mjög vel.      


mbl.is Stál í stál á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Býr Guðlaugur Þór á skýi ?

Jæja elskurnar mínar bara ekkert að gerast eða bara allt að verða vitlaust ?

Vörubílstjórar fá ekki sitt, hjúkrunarfræðingar fá ekki sitt og geislafræðingar fá ekki sitt. Hverslags vesen er þetta eiginlega.  Frown

Sjálf verð ég að segja að mér finnst það skrýtið hvað fólk er almennt rólegt yfir þessum aðgerðum hjá heilbrigðisstarfsfólkinu. Við erum að tala um 3 virka daga þangað til að skurðstofur og röntgendeildir spítalanna lamast vegna starfsmannaskorts.  Þetta er nú ekki fyndið lengur, í alvöru.  Guðlaugur Þór er svo bara mjög bjartsýnn á því að starfsfólk sem sagt hefur upp störfum dragi uppsagnir sínar til baka svo þetta bitni ekki á sjúklingunum.  Ég held svei mér þá að maðurinn lifi í einhverjum skýjaborgum þar sem allt er svo gott og allir svo ánægðir. Raunveruleikinn er bara ekki þannig, allavega ekki í heilbrigðisgeiranum.  Ég hef heyrt af því að mikið af þessu fólki er búið að sækja um aðra vinnu og einhverjir þegar búnir að fá aðra vinnu. Stjórnendur spítalans veit ekki hvað það er að missa fært fólk.  Margt af þessu fólki er með margra ára starfsreynslu á sérsviðum þar sem aðferðirnar eru ekki kenndar á þremur dögum. við erum að tala um nokkra mánaðar þjálfun á hverju sérsviði áður en starfsmaður er orðin fær á því sviði. Þannig að þetta er ekkert grín. 

Í lokin vil ég biðja ykkur um að fara nú X-tra varlega úti í umferðinni og bara hvar sem þið eruð því það er jú þessi hópur heilbrigðisstarfsmanna sem er númer 1,2 og 3 fyrir ykkur, fyrir utan lækna, ef þið lendið í slysi eða verðið alvarlega veik.

 


Pirringur dagsins. 1.maí ganga allir út...

Ég veit ekki alveg hvort almenningur gerir sér grein fyrir því hvað það hefur í för með sér þegar geislafræðingar ganga út þann 1.maí. 

Hvað kemur mér það við kann einhver að spyrja.

Þú ferð uppá slysó eftir að hafa misstigið þig illa, fóturinn mikið bólginn og þú getur ekki stigið í hann. Læknir skoðar þig og jú, þú ert kannski brotinn en hann getur ekki verið viss og þarf því að fá röntgenmynd til að vera viss, svona uppá meðferðina sem þú færð.  En heyrðu, það eru svo fáir geislafræðingar í húsinu, ef það er þá einhver, hver á að gera rannsóknina ?  Þannig að þú endar annað hvort á því að fá teygjusokk eða settur í þrýstiumbúðir/gifs til vonar og vara þar sem ekki var hægt að taka röntgenmynd. Þér er svo sagt að koma í endurkomu eftir einhvern tíma.  Og hvað þá?  Flestir þeirra sem hafa brotnað fara í aðra röntgenmynd þegar þeir koma á endurkomu til að meta hversu vel beinið hefur gróið og hvort  þörf sé á frekari gifsmeðferð eða ekki.

En ef þú hefur brotnað þannig að þú hefðir þurft að fara í aðgerð til að brotið myndi gróa rétt ?  

Nú er það svart. Svæfingar- og skurðhjúkrunarfræðingar eru nefnilega líka að ganga út og gera bara neyðaraðgerðir, sem eru gerðar eftir alvarleg slys og svoleiðis ekki fyrir einhver "smábrot". Þannig að þú lendir í því að verða parkódeinfíkill í einhvern tíma.

Þetta á nú ekki eingöngu við í svona tilfellum, þetta er nú bara svona smá sýnishorn á einu dæmi. Við erum að tala um að það verða ekki gerðar neinar segulómrannsóknir (MRI), tölvusneiðmyndir (CT) verða bara gerðar í neyðartilfellum og almennar röntgenrannsóknir verða gerðar eins og mönnun leyfir, en hún verður víst ekki mikil.

Ekki veit ég hvað stjórnendur spítalans eru að hugsa, halda þeir virkilega að fólk fari að vinna vinnu sína í sjálfboðastarfi eða hvað.

Hvað með það sem Anna sagði í kastljósi í gær, þvílíkt rugl. Það var sagt við þetta fólk að breytingarnar hefðu ekkert með sparnað spítalans að gera, þetta væri til þess að sameina allan spítalann.  Svo segir forstjóri að það megi ekki hækka laun þessa fólks, bíddu er það ekki sparnaður?  Ef ég væri að vinna í fyrirtæki og tæki vaktir annað slagið og fengi greitt fyrir það 230 kall á mánuði, ég myndi ekki sætta mig við það ef yfirmaður minn kæmi til mín og segði mér að nú ætti ég að vinna 4 tímum lengur á hverri vakt en fengi samt enga launahækkun. Er ég þá ekki komin í sjálfboðavinnu? 

Hvernig væri það að stóru fiskarnir á þessum stöðum færu nú að bjóðast til að lækka launin sín svo spítalinn gæti sparað smá.  Ég er viss um að þeir munu ekki finna mikið fyrir því.  

 Spítalinn ætti bara að velja sér annan forstjóra og þjóðin annan heilbrigðisráðherra. 

 

 

 

 

 


Enginn veit sinn næturstað.

 

Ég var ein af þessum foreldrum sem voru með börnum sínum á æfingu í Gerplu þegar þessi hræðilegu atvik áttu sér stað.  Óska ég stúlkunni góðs bata og ég bið fyrir drengnum.  Ég vil með þessu minna á það hversu mikilvægt það er að koma vel fram við náungann, sérstaklega þá sem okkur þykir vænt um.  Því eins og við vitum öll þá gera slys og alvarleg veikindi ekki boð á undan sér og við getum öll verið NÆST.  Sú hugsun "ekkert kemur fyrir mig" er mjög ríkjandi í þessu litla landi og þá sérstaklega hjá unga fólkinu. En hvað gerum við  þegar foreldri / besti vinur eða systkini okkar slasast eða veikist lífshættulega daginn eftir að við rifumst.  Eitt er víst og það er EF... Ef við hefðum ekki rifist... Ef við hefðum ekki verið svona ósátt... Ef ég hefði geta sagt honum hversu annt mér er um hann.... EF, EF, EF    Annað er alveg á hreinu og það er að enginn veit sinn næturstað. 

Verum góð hvert við annað, eða eins og Bítlarnir orðuðu svo vel  " All we need is LOVE"

Farið varlega elskurnar mínar. 

Ættingjum drengsins vil ég segja - VON. Hafið von í hjarta ykkar.  

BeggaLá


Borgar sig að spara ?

VÁ.  Ég bara veit ekki hvar á að byrja.  Hef ekki skrifað sl. daga vegna anna, en það er nú svona að vera með stórt heimili Wink og vinna.  Borgarstjórinn, ó mæ god, ég ætla nú ekki að minnast á það rugl.  Birgismálið, hvað heldur maðurinn að hann sé ?  Ég held að hann ætti nú bara flytja austur fyrir fjall og fá sér herbergi með rimlum fyrir glugganum, á sér afgirtu svæði.  
Mig langar líka til að velta einu fyrir mér og það er þetta með sparnaðinn á Landspítalanum. Allt í lagi með það að unglæknar ætli að hætta á neyðarbílnum og bráðatæknar taki við. En það er ekki nóg, nú er verið að þjarma að læknum á Slysa-og bráðasviði, skurðhjúkrunarfræðingum, læknariturum og geislafræðingum.  Ríkið heldur víst að það sé betra að borga sjálfstætt starfandi læknariturum úti í bæ til að skrifa dikteringar um sjúklinga sem koma á slysa- og bráðadeild LSH í Fossvogi. Ástæðan er sennilega sú að þeir vinna bara á dagvinnutíma.  Mér er bara spurn - hvað finnst persónuvernd um það mál ?   
Svo er það með blessuðu Slysa- og bráðadeildina okkar þar sem við þurfum að flest í 3-5 tíma eftir að komast inn fyrir blessuðu hurðina.  Þar á að skera niður um 111 m. og hvernig á að fara að því?  Þegar stórt er spurt er fátt um svör og haldnir eru fundir þar sem starfsfólk er spurt hvort það sé ekki til í að vinna eins og 5 vöktum meira á mánuði en fá samt sömu laun, svona í góðgerðarskyni þar sem spítalanum vantar svo peninga. Já, einmitt væru ekki allir til í það ?   
Aukin vinna fyrir sömu laun bíða geislafræðinga og það á að gera starfið fjölskylduvænna með því að láta vaktirnar verða 12 tíma vaktir !!    Bíddu nú við, fjölskylduvænt. Hver fær það út að það sé fjölskylduvænt að vinna vaktir sem eru 12-24 / 08-20 / 20-08 ??? 
Sjálf hef ég tekið eftir sparnaði á spítalanum. Hjúkrunarfólk og fleiri eru að kvarta undan því að sprautur og nálar séu verri en áður og að í staðin fyrir almenilegan plástur er komið eitthvað límband sem er líkt við ógeðslega tyggjóklessu.  Svo ef starfsmanni spítalans verður á að hella niður á sig kaffi eða kemur blóð á fötin þá á hann oft í mestum vandræðum með að fá ný föt því að konan í afgreiðslu starfsmannalínsins verður bara fúll á móti því það er svo dýrt að þvo fötin.   Hvar endar þetta nú eginlega ?    Ég bara nenni ekki skrifa meira.  Ég er viss um að það verða allir starfsmenn þreyttir á þessum eilífa sparnaði og fari eitthvað annað eða stofni bara einkasjúkrahús svo mikil er óánægjan á LSH.


Áfram Ísland

Mikið var gaman að horfa á leikinn í gær.  Ég gat setið allan fyrri hálfleik og fylgst með í sjónvarpinu. Þegar seinni hálfleikur byrjaði var kominn tími til að elda kjúklingabringurnar svo ég fylgdist með seinni hálfleik með aðstoð Geirs Magnússonar.  Þvílíkur munur á leiklýsingu, ég fékk handboltan sko beint í æð Grin.  Maður dagsins var tvímælalaust  landsliðið í handbolta eins og það leggur sig,  þetta var bara frábært og ég vissi alveg að þeir myndu hafa þetta.   Þá eru það bara Frakkarnir, það verður erfiður leikur en ég er viss um að strákarnir okkar munu gera sitt besta.

Áfram Ísland Grin


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband