17.4.2009 | 02:07
Hvernig verða framtíðarbörnin ?
Eftir að hafa lesið nýju barnalögin sem vinstri grænir smeygðu í gegn þá veit ég bara ekki alveg hvað ég á að segja.. Ég held einfaldlega að flest allir foreldrar séu að sjá fram á 6mánaða til árs vist í fangelsi.
Ég veit ekki með ykkur kæru lesendur, börnin ykkar eru kannski fædd svo sjálfstæð og sjálfbjarga að það þarf ekki að segja þeim til eða tala þau til. Ég á 4 börn og eru þau eins misjöfn eins og þau eru mörg. Og ég hef lent í því að eitt barnið mitt lagðist á gólfið í miðri Hagkaups verslun, barði í gólfið, öskraði og gargaði hvað ég væri hræðilega vond mamma... ástæðan... ég vildi ekki kaupa turtles leikfanga karl fyrir hann. Fólk sem gekk framhjá sagði við hann " ef ég ætti þig myndi ég flengja þig". Ég tók drenginn upp, sparkandi og spriklandi þannig að ég marðist á handleggnum og vörin mín sprakk, gekk út úr búðinni fór með hann út í bíl og lét eldri systur hans vera út í bíl með honum svo ég gæti klárað innkaupin. Þetta var refsing, fyrir það að láta svona þá fékk hann ekki að vera með mér í búðinni. Núna er sem sagt hægt að setja mig í árs fangelsi fyrir að gera svona. En ég skal segja ykkur það að drengurinn hefur ekki hagað sér svona eftir þetta atvik.
Nú er ég geislafræðingur og það koma mjög oft börn til okkar í myndatöku, flest er hægt að tala við og taka mynd með góðu móti en það kemur fyrir að beita þarf aðeins harðræði, þegar krakkar öskra út í eitt því þau vilja ekki láta taka mynd af sér og alveg sama hvað maður, eða mamman reynir að tala við barnið, það grætur bara hærra. Við svoleiðis aðstæðum þarf að halda börnum til að geta tekið mynd en núna er ég á báðum áttum... á ég sem sagt næst að segja við foreldrið " þú verður að fara með barnið niður á slysó aftur, róa barnið og tala við það og koma svo upp aftur þegar það er tilbúið að koma í myndatöku"... samkvæmt nýju lögunum þá á ég að gera það, ok, ég geri það þá því ekki vil ég eiga yfir höfði mér fangelsi því ég var hálfpartinn að beita barnið ofbeldi með því að halda því gegn vilja þess. Svo veit ég að á slysó leita margir foreldrar með börnin sín þegar þau fá gat á höfuðið. Sum börn trompast um leið og þeim er sagt að það þurfi að láta sárið sofna (deyfa) og til þess þarf að stinga smá.... úppssss ! Barnið orðið tryllt. Neiiiiii, ekki stinga mig, ekki sprauta mig... HJ'ALP, ekki meiða mig... öskur sem heyrast næstum því á næstu hæð. það þarf aðstoð hér ! Þá rjúka til 2 til 3 hjúkkur og halda barninu á meðan það er deyft og jafnvel á meðan saumað er... en nei, nú má það ekki. Svo ef eitt af litlu börnunum mínum fær gat á höfuðið og er hrætt við lækna og nálar og sprautur þá á ég bara að vera heima hugga það og kyssa á báttið og leyfa því að gróa. Skiptir ekki máli með eitt ljótt ör, eða hvað. Barnið gæti verið lagt í einelti vegna þess seinna meir og hvað þá.!!! mamma í fangelsi því barnið er lagt í einelti því það er með ljótt ör sem mamma lét ekki laga því þá hefði hún geta farið í fangelsi. Þessi lög þurfa að vera skýr, þau eru allt of "víð".
Dóttir mín er í handbolta og ef hún kemur svo mikið sem 2 mínútum of seint þá þarf hún að gera 20 armbeygjur, vegna þess að hún kom of seint... þetta er refsing, á ég að kæra þjálfara hennar ?
Í fimleikum heyri ég alloft þjálfarann segja ef þið gerið þetta ekki rétt þá þurfið þið að taka 10 armbeygjur ( 7-8 ára). Á ég líka að kæra þann þjálfara ?
Syni mínum er strítt vegna þess að hann veit svo mikið, er það mér að kenna að hinir krakkarnir eru svona fáfróðir ? Á mér að vera refsað fyrir það ?
Enn svo er það annað...
Einn af kennurum barna minna segir hreint og beint við barnið mitt að það skrifi og teikni ljótt, þetta hef ég rætt um en það er hunsað... kennarinn gerir ekki svona og kennarinn svo spurður. Auðvitað viðurkennir kennarinn það ekki. Nei, barnið er bara að bulla -og ég orðin móðursjúk ! En ég hef kennt barninu mínu það vel að það veit að það á ekki að ljúga um svona hluti.
Svo var eitt skipti sem dóttir mín fékk slæmt ristilkrampakast og bað um að fá að fara til hjúkku og leggjast fyrir á meðan kastið stæði yfir. Kennarinn sagði að hún þyrfti að spyrja annan kennara sem var með hópinn hennar, sem hún gerði. Þar sem stelpunni leið svo illa þá var hún ekki alveg að leggja eyrun við hlustir en heyrði að kennarinn svaraði einhverju svo hún fór beint til hjúkkunnar til að leggja sig. 2 mín.seinna kemur kennarinn reiður og skipar henni að fara til skólastjórans. Hún skilur ekkert í þessu og vill fá skýringu á því hvað hún hafði gert rangt. Kennarinn sagði þá... ég var ekki búin að gefa þér leyfi til að fara. Stelpan fer til skólastjórans og þar sem hún fær annað kast þarf hún að leggjast niður og leggst aðeins til hliðar svo hún fer á næsta stól við hliðina á þeim sem hún situr á og heldur um kviðinn. Skólastjórinn kemur þá að henni, sparkar í fæturnar á henni og segir að inni hjá skólastjóranum sitji maður uppréttur og er ekki með neina stæla. Stelpan sagði hvers kyns væri en skólastjórinn sagði að hún væri kominn á þann aldur að það væri orðið freistandi að sleppa tímum og hún kæmist ekki upp með það. - Samt var ég búin að ræða við kennara hennar um þetta ástand sem gæti komið upp og var búin að biðja hann um að taka tillit til þess.
Hvar er heilbrigða skynsemin ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.