Býr Guðlaugur Þór á skýi ?

Jæja elskurnar mínar bara ekkert að gerast eða bara allt að verða vitlaust ?

Vörubílstjórar fá ekki sitt, hjúkrunarfræðingar fá ekki sitt og geislafræðingar fá ekki sitt. Hverslags vesen er þetta eiginlega.  Frown

Sjálf verð ég að segja að mér finnst það skrýtið hvað fólk er almennt rólegt yfir þessum aðgerðum hjá heilbrigðisstarfsfólkinu. Við erum að tala um 3 virka daga þangað til að skurðstofur og röntgendeildir spítalanna lamast vegna starfsmannaskorts.  Þetta er nú ekki fyndið lengur, í alvöru.  Guðlaugur Þór er svo bara mjög bjartsýnn á því að starfsfólk sem sagt hefur upp störfum dragi uppsagnir sínar til baka svo þetta bitni ekki á sjúklingunum.  Ég held svei mér þá að maðurinn lifi í einhverjum skýjaborgum þar sem allt er svo gott og allir svo ánægðir. Raunveruleikinn er bara ekki þannig, allavega ekki í heilbrigðisgeiranum.  Ég hef heyrt af því að mikið af þessu fólki er búið að sækja um aðra vinnu og einhverjir þegar búnir að fá aðra vinnu. Stjórnendur spítalans veit ekki hvað það er að missa fært fólk.  Margt af þessu fólki er með margra ára starfsreynslu á sérsviðum þar sem aðferðirnar eru ekki kenndar á þremur dögum. við erum að tala um nokkra mánaðar þjálfun á hverju sérsviði áður en starfsmaður er orðin fær á því sviði. Þannig að þetta er ekkert grín. 

Í lokin vil ég biðja ykkur um að fara nú X-tra varlega úti í umferðinni og bara hvar sem þið eruð því það er jú þessi hópur heilbrigðisstarfsmanna sem er númer 1,2 og 3 fyrir ykkur, fyrir utan lækna, ef þið lendið í slysi eða verðið alvarlega veik.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ótrúlegt hvað þetta mál fær litla athygli eins og það er nú alvarlegt.....Ekki hægt að varpa ábyrgð heilbrigðisyfirvalda yfir á launþegana á heilsu sjúklinganna og treysta á skilning þeirra og góðmennsku.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.4.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband