Sitt lítið af hverju

Þar sem ég er mikill áhugaljósmyndari þá tók ég nú þátt í ljósmyndasamkeppni sem vísi og ljósmyndari.is stóðu fyrir nú um síðustu jól.  Síðasti dagur til að senda inn myndir var 6.janúar sl. og hef ég beðið eftir að úrslitin verði kynnt en það virðist sem allt um þessa keppni hafi gufað upp. Það er nú alveg ótrúlegt hvað þeir hjá vísi eru duglegir að uppfæra vefinn, þá sérstaklega jólavefinn sem var og hét því þegar ég fór inn á hann 2.janúar þá var það fyrsta sem blasti við mér " 22 dagar til jóla"  hmmm..  já, uppfært reglulega, einmitt. Whistling  En svona til að leyfa ykkur að sjá eitthvað af myndum mínum þá ætla ég að setja smá sýnishorn á þessa síðu.  

En um annað.  Landsliðið ekki alveg að standa sig, en það hefði getað verið verra hjá þeim. Gef þá sko ekki alveg upp á bátinn strax.   Woundering

 Snillingur fallinn. Hann var stórfurðulegur en hvaða snillingar eru eðlilegir ?  Það er nú bara gott að hann sé laus við þjáningar sínar.  Hræðilegt þegar líffærin hrynja svona.

Það var nú loksins að einhver hafði vit á því að tala um lífeyrissjóðinn.  Þetta er ekki smá upphæð sem um ræðir, næstum 3 fjárlög.  Af hverju má lífeyrissjóður ekki erfast eða fólk bara ákveða sjálft hvort það borgi í lífeyrissjóð eða ekki og hvort það vilji að hann erfist eða ekki.  Þegar við erum að hugsa um eldri borgarana og aðbúnað þeirra þá finnst mér eins og þeir sem ráða ríkjum hér gleymi því að það kemur sá dagur að þau verði gömul. Tounge

 



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband