17.1.2008 | 01:04
Blessuð börnin
Það er nú loksins að snjórinn lætur sjá sig. Vegna gróðurhúsáhrifa hefur desembersnjónum seinkað um mánuð. En mikið voru börnin mín ánægð þegar þau sáu að það snjóaði og snjóaði. Litla stelpan mín sem er 5 ára og kallar nú ekki allt ömmu sína leit voðalega hugsi á mig í morgun þegar ég var að festa hana í bílinn. Augabrýrnar voru nánast niður í götu og var sú stutta greinilega eitthvað mikið að hugsa. Svo kom þetta svaka bros og augun urðu að fullu tungli og út úr henni kemur þessi frábæra pæling hennar " já, mamma nú eru jólin að koma". Ég minnti hana á að það væri nú ekki rétt því jólin væru nýbúin og jú hún samþykkti það að það hefðu verið einhver jól þarna í desember. "En mamma nú koma snjójól, þú veist, ekki pakkarnir og maturinn heldur snjórinn svo krakkarnir geti leikið sér." Bara sætt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.