Færsluflokkur: Bloggar

Kringlan eða Smáralind ?

 

Ég fór með litlu dóttur mína í afmælisveislu í Ævintýraland í Kringlunni í dag og ég ætlaði aldrei að fá stæði. Þvílíkur fjöldi fólks sem fer í Kringluna um helgar með börnin sín. W00tÉg er viss um að ef þetta afmæli hefði verið í Smáralind þá væri ástandið það sama, allt fullt af fólki og hvergi hægt að fá stæði. Það er ótrúlegt að mesta helgarskemmtun fjölskyldufólks í dag er að fara í Kringluna eða Smáralind. Þá geta mamma og pabbi hent börnunum í barnapössun, verslað svolítið, sótt svo krakkana og farið í 4 bíó og endað á því að koma við á Burger King eða Mc Donalds og borðað.  Sjálf fer ég sem minnst í þessar verslanir og ef ég fer þá er það stutt stopp.  Eins og flestir landsmenn vita þá eru þessar verslunarkeðjur algjör gróðrastýja fyrir bakteríur sem ganga manna á milli. Og akkúrat á þessum tíma er flensan Sick að gera vart um sig og hvar er betra að smitast en einmitt í verslunarmiðstöðvum.  

 


Sitt lítið af hverju

Þar sem ég er mikill áhugaljósmyndari þá tók ég nú þátt í ljósmyndasamkeppni sem vísi og ljósmyndari.is stóðu fyrir nú um síðustu jól.  Síðasti dagur til að senda inn myndir var 6.janúar sl. og hef ég beðið eftir að úrslitin verði kynnt en það virðist sem allt um þessa keppni hafi gufað upp. Það er nú alveg ótrúlegt hvað þeir hjá vísi eru duglegir að uppfæra vefinn, þá sérstaklega jólavefinn sem var og hét því þegar ég fór inn á hann 2.janúar þá var það fyrsta sem blasti við mér " 22 dagar til jóla"  hmmm..  já, uppfært reglulega, einmitt. Whistling  En svona til að leyfa ykkur að sjá eitthvað af myndum mínum þá ætla ég að setja smá sýnishorn á þessa síðu.  

En um annað.  Landsliðið ekki alveg að standa sig, en það hefði getað verið verra hjá þeim. Gef þá sko ekki alveg upp á bátinn strax.   Woundering

 Snillingur fallinn. Hann var stórfurðulegur en hvaða snillingar eru eðlilegir ?  Það er nú bara gott að hann sé laus við þjáningar sínar.  Hræðilegt þegar líffærin hrynja svona.

Það var nú loksins að einhver hafði vit á því að tala um lífeyrissjóðinn.  Þetta er ekki smá upphæð sem um ræðir, næstum 3 fjárlög.  Af hverju má lífeyrissjóður ekki erfast eða fólk bara ákveða sjálft hvort það borgi í lífeyrissjóð eða ekki og hvort það vilji að hann erfist eða ekki.  Þegar við erum að hugsa um eldri borgarana og aðbúnað þeirra þá finnst mér eins og þeir sem ráða ríkjum hér gleymi því að það kemur sá dagur að þau verði gömul. Tounge

 



 


Strákarnir okkar

Ég gafst upp á að horfa á leikinn, ég hef ekki taugar í þetta.  Ég er alveg ferleg með handboltan, meira segja þegar dóttir mín er að keppa og er hún nú bara í 6.flokki.  En ég er samt stolt af strákunum því þeir stóðu sig bara þokkalega.  Það eina sem mér finnst og sennilega eru fleiri sömu skoðunnar er hvað strákarnir eru fljótir að missa kraftinn þó svo þeir séu bara 3-5 mörkum undir.  Leikurinn er ekki dauðadæmdur, ég lít á hvert mark sem +.   Þó strákarnir tapi þá er það markamunurinn sem skiptir líka máli.  


Blessuð börnin

Það er nú loksins að snjórinn lætur sjá sig.  Vegna gróðurhúsáhrifa hefur desembersnjónum seinkað um mánuð.  En mikið voru börnin mín ánægð þegar þau sáu að það snjóaði og snjóaði. Litla stelpan mín sem er 5 ára og kallar nú ekki allt ömmu sína leit voðalega hugsi á mig í morgun þegar ég var að festa hana í bílinn. Augabrýrnar voru nánast niður í götu og var sú stutta greinilega eitthvað mikið að hugsa. Svo kom þetta svaka bros og augun urðu að fullu tungli og út úr henni kemur þessi frábæra pæling hennar " já, mamma nú eru jólin að koma".  Ég minnti hana á að það væri nú ekki rétt því jólin væru nýbúin og jú hún samþykkti það að það hefðu verið einhver jól þarna í desember. "En mamma nú koma snjójól, þú veist, ekki pakkarnir og maturinn heldur snjórinn svo krakkarnir geti leikið sér."   Bara sætt Grin


Þá er bara að byrja :)

 

Fyrst maður er að stofna bloggsíðu þá ætti maður kannski að drífa sig í að skrifa eitthvað.  Það eina sem mér dettur nú í hug er það hvað ég er rosalega (ó)heppin.  Ég er kannski ekkert (ó)heppnari en aðrir samlandar mínir en ég er virkilega farin að velta því fyrir mér hvort það eru einhverjir fleiri þarna út sem eru svona (ó)heppnir.   Þannig er nefnilega málið að fjölskyldan mín nennir eiginlega ekki lengur að fara með mér út að borða.  Nei, nei ekki út af því að ég er leiðinleg, með læti eða drekk mig fulla, alls ekki. Málið er að það virðist vera sama á hvaða veitingastað við förum þá annað hvort gleymist pöntunin, hluti af henni eða þá að það er eitthvað vitlaust, þá meina ég vitlaust. Oftast er það maturinn minn sem gleymist eða er vitlaus þannig að ég er alltaf síðust til að byrja að borða.  Við vitum öll að það er kurteisi að bíða með að byrja að borða þangað til allir hafa fengið matinn sinn en fjölskyldan mín gafst upp á því eftir nokkrar kaldar máltíðir á veitingastöðum. Kosturinn við þetta er að upphaflegi kostnaðurinn minnkar því ég borða yfirleitt frítt og veiti hinum um leið smá afslátt þar sem flest almennileg veitingahús veita afslátt vegna óþæginda/mistaka. Þetta er nú ekki alveg svona vel sloppið hjá mér. Þegar ég hef pantað pizzur í gegnum tíðina þá hefur alltaf verið eitthvað vitlaust, eins ef maðurinn minn hefur pantað og ég næ í pizzurnar þá er líka alltaf eitthvað vitlaust. Ef maðurinn minn aftur á móti pantar og nær í pizzurnar þá er í flestum tilfellum rétt á þeim.    það virðist ekki hafa skipt máli hvar pantað er svo ég farin að halda mig við einn pizzustað í bænum. Þau eru núna farin að þekkja mig og ég held að eftir regluleg viðskipti við þau í tæp 2 ár þá séu þau loksins farin að fatta það að "highlighta" mig í tölvukerfinu fyrir það að vera sú sem fær alltaf vitlausa pöntun.  Ég fékk nefnilega rétta pöntun í fyrsta skiptið í síðustu viku. Húrra fyrir Hróa Hetti :)

Svo er það með búðirnar. ó mæ god, hafið þið ekki lent í því að fara í styðstu biðröðina og allt í einu áttið þið ykkur á því að konan í köflóttu kápunni sem var aftast á hinum kassanum, þar sem lengri röðin var, er búin að borga og þú bara rétt að komast með vörurnar á færibandið.  Þetta fylgir mér líka Woundering 

Þannig að ef einhver vill fá slatta af fríum pizzum, frían mat á veitingastað nú eða eyða deginum í Smáralind eða Kringlunni  þá bara taka mig með Wink.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband